Áhorfsvika ofl. upplýsingar

Í fyrstu viku hvers mánaðar eru foreldrum, systk.ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og horfa á . Hinar vikurnar biðjum við ykkur að bíða fram í anddyri hússins ef þið ætlið að bíða eftir börnum ykkar á meðan æfingu stendur. Þetta hefur reynst mjög vel fyrir iðkendur, þjálfara og ekki síst aðstandendur.Ef af einhverjum ástæðum þið komist ekki umrædda viku þá endilega talið við þjálfara hópsins til að fá að vera inni utan þess tíma sem getinn er. Ef þið eruð með lítið barn með ykkur þegar þið horfið á vinsamlegast passið að það sé EKKI inn á æfingasvæðinu. Það getur skapað hættu. Bendum þeim iðkendum sem eru með hárið það sítt að það fari fyrir andlitið að hafa það ávallt í teygju. Fyrir laugardagshópa hjá Ármanni þá er fyrsti laugardagur í mánuði opinn aðstandendum.
Nokkuð hefur borið á því að iðkendur séu að koma nokkuð mikið fyrir æfingu og að þvælast um húsið s.s. í búningsklefa og í fimleikasal. Starfsfólk íþróttahússins er fáliðað og á erfitt með að halda uppi  eftirliti með slíkum hópum. Því er mælst til þess að iðkendur komi rétt fyrir æfingu og sé ekki í húsinu að óþörfu.  Þeir sem þurfa að bíða fyrir eða eftir æfingu mælumst við til  að þau bíði aðeins í  anddyri hússins.
Í dag miðv. Ætlar starfsfólk hússins að raða óskilafatnaði frá haustönn í anddyri hússins og biðjum við ykkur sem saknið einhvers fatnaðar að kíkja eftir því. Við munum hafa þetta uppi nú í janúar. Eftir það er hægt að leita til starfsfólksins ef einhvers hlutar eða fatnaðar er saknað.
ÁRÍÐANDI ER að þegar börnum ykkar er keyrt á æfingar og  eins sótt að leggja EKKI FYRIR FRAMAN ANDDYRIÐ, það skapar mikla hættu fyrir aðra iðkendur sem eru að koma eða fara.Vinsamlegast notið bílastæðin. Eins vil ég biðja ykkur að virða stæði fatlaðra og leggja ekki í það eða við það svo það hindri aðgengi.
Kv, Fimak.