Áhaldakaup

Í gær var fjárfest í áhöldum fyrir Fimleikafélagið að upphæð 2.383.000 kr.

Eins flestir sem að Fimleikafélagi Akureyrar standa þá er tvent sem stendur okkur fyrir þrifum, aðstöðuleysi og svo áhaldaleysi.

Á næstu árum þá mun aðstaða fimleikana batna til allra muna með tilkomu nýs hús sem byggja á við Giljaskóla. Það að bæta við áhöldin hefur svo staðið á Akureyrarbæ og okkur. Í gær tókst svo stjórn félagsins að kríja út litlar 1.783.000 kr. fá Akureyrarbæ. Fyrir þá fjárhæð verður fjárfest í Fiberglass dýnu og "RunUp" braut fyrir fiberglassinn. Fyrir 500 þúsund krónur sem við fengum frá KEA og 100 þúsund frá Glitni verður svo fjárfest í frekari búnaði s.s. lendingardýnum og öðrum dýnum sem koma til með að bæta aðstöðu okkar til muna. Þessar upphæðir gera samtals 2.383.000 kr.

Í augnablikinu er stjórnin einnig að safna fyrir sérhæfðum áhöldum fyrir strákahópana, því eitt af markmiðum stjórnar FA er að auka til muna þáttöku drengja í fimleikum.

það er einnig eitt af markmiðum stjórnar FA að hefja félagið enn frekar til vegs og virðingar í íþróttaflóru Akureyrar. Stefnt er að því að félagið verði eitt af mest áberandi íþróttafélaögum á Akureyri innan fjögura ára.

f.h. Stjórnar

Friðbjörn B. Möller