Áhaldafimleikar - Birta Mjöll og Gísli Már Íslandsmeistarar

Birta Mjöll og Gísli Már
Birta Mjöll og Gísli Már

Um helgina fór fram Íslandsmót í þrepum í Versölum.  Mótshaldari var Gerpla.  24 keppendur kepptu frá Fimleikafélagi Akureyrar og eignaðist fimleikafélagið tvo Íslandsmeistara þau Birtu Mjöll Valdimarsdóttir sem varð Íslandsmeistari í 5. þrepi og Gísla Má Þórðarson sem varð Íslandsmeistari í 4. þrepi.

Á Íslandsmóti í þrepum keppa þeir sem náð hafa lágmarksskori í hverju þrepi á mótum vetrarins.  Keppt er í aldurskiptum hópum innan þrepanna og svo er stigahæstur í hverju þrepi í heildina krýndur Íslandsmeistari.  Í 5. þrepi 9 ára sigraði Eva Hrund Hermannsdóttir og Karlotta Björk Andradóttir varð í 3. sæti.  Birta Mjöll Valdimarsdóttir sigraði í 5. þrepi 10 ára og varð einnig Íslandsmeistari. Í 5. þrepi drengja 9 ára sigraði Sólon Sverrisson og í 4. þrepi drengja sigraði Gísli Már Þórðarson og varð hann því Íslandsmeistari.