Ágætu foreldrar/aðstandendur

Nú nálgast Vormót í Hópfimleikum FSÍ sem verður haldið á Akureyri dagana 14. og 15. maí.Mótið verður afar fjölmennt og er von á um 6 -700 keppendum til okkar.

Til þess að halda þetta mót þurfum við á ykkar aðstoð að halda og vonumst við til þess að sem flestir geti boðið sig fram til aðstoðar, aldurstakmark verðum við þó að hafa en það er 14 ára.

Við þurfum sterkar hendur á föstudeginum til að græja salinn og fima fingur til að aðstoða við morgunverðarhlaðborð. Þar sem það verða mörg lið í sama skóla þurfum við að hafa sólahrings vaktir í Glerárskóla en ef nóg af fólki bíður sig fram verður þetta ekkert mál.

Mest öll innkoma er hluti af fjáröflun FIMAK svo það er barnanna okkar hagur að sameinast og vinna þetta verkefni sem best saman.

Nóg verður af verkefnum en við þurfum einnig á starfsfólki að halda á meðan á móti stendur í tilfallandi störf.

Mótið skiptist í 5 hluta sem eru c.a 4 klst hvert svo það ættu flestir að  geta fundið tíma sem hentar, hvort heldur sem er snemma morguns, seinnipart dags eða næturnar. Skipulag mótsins má sjá hér

Endilega  skráið ykkur á vaktir hér

Við stólum á ykkar aðstoð

Áfram FIMAK

Mótastjórn