Kæru foreldrar og iðkendur. Um næstu mánaðarmót hefjum við innheimtu æfingagjalda fyrir vorönn 2012. Eins og á síðustu vorönn munum við dreifa æfingagjöldum niður á þrjár greiðslur til þæginda fyrir greiðendur. Æfingagjöld eru aðeins hærri á vorönn þar sem önnin er nokkrum vikum lengri. Ef foreldrar eða iðkendur kjósa að greiða æfingagjöldin í einni greiðslu biðjum við ykkur um að svara þessu bréfi og láta okkur vita.
Einnig viljum við biðja þá sem vilja nýta tómstundaávísanir á þessari önn að koma með þær á skrifstofu FIMAK um leið og þær berast ykkur.
Það er gleðilegt að segja frá því að útgerðarfyrirtækið Samherji ehf. veitti veglegan styrk til þess að aðstoða foreldra við að kosta íþróttaiðkun barna á grunnskólaaldri. Samherji niðurgreiðir því æfingagjöld allra barna á grunnskólaaldri hjá FIMAK um 7000 kr. Óháð því í hvaða hóp það æfir.
Þeir sem skulda æfingjagjöld fyrir haustönn fái frest fram að næstu mánaðarmótum til að greiða þau eða semja um greiðslu. Eldri skuldir óskast greiddar í síðasta lagi um næstu mánaðarmót en að öðrum kosti verði þær sendar í innheimtu.