Aðventumót Ármanns úrslit

Að þessu sinni var keppt í 4. 5. og 6. þrepi stúlkna og 3. 4. og 5. þrepi pilta.  Veitt voru verðlaun bæði fyrir fjölþraut og einnig var liðakeppni í gangi sem að mæltist vel fyrir.  Allir keppendur fengu verðlaunapening og bolta að gjöf.

Frá Fimleikafélagi Akureyrar fóru 15 stúlkur til að taka þátt í mótinu, nokkrar af stúlkunum náðu mjög góðum árangri á þessu móti, eins og okkar er vona og vísa.

Í 5. þrepi stúlkna 1997. varð Amanda Helga Elvarsdóttir í 1. sæti á slá.

Í 6. þrepi stúlkna 1997 og eldri, varð Dagbjört Ýr Gísladóttir í 3. sæti í stökki.

í 6. þrepi stúlkna 2000 - 2001. varð Ágústa Dröfn Pétursdóttir í 3. sæti í stökki.

Nánari úrslit er að finna hér.