Aðventumót Ármanns í áhaldafimleikum

Um helgina fór fram Aðventumót hjá fimleikadeild Ármanns.  Mótið er árlegur viðburður hjá Ármenningum þar sem keppt er í 4.-6. þrepi í áhaldafimleikum.  Mótið er ætlað þeim iðkendum sem ekki hafa náð lákmarki til þátttöku á FSÍ mótum.  Í ár ákvað FIMAK að senda 15 iðkendur á mótið til þess að lofa þeim að sjá hvernig þátttaka á mótum fer fram og öðlast smá reynslu í leiðnni.  Árangurinn var vægast sagt frábær og erum við afar stolt af þeim krökkum sem tóku þátt fyrir okkar hönd.

Úrslit mótsins má skoða hér