Aðstoð óskast

Helgina 2.-4. nóvember verður haldið Haustmót í áhaldafimleikum hér fyrir norðan. Eins og áður fylgir því fullt að krökkum, þjálfurum og fararstjórum sem við höfum reddað gistiaðstöðu yfir helgina með tilheyrandi vinnu. Okkur vantar 3-4 sem væru til í að halda utan um starfið sem fer fram í Glerárskóla, en þar verður boðið uppá gistingu, morgunmat og kvöldmat í ár. Mótanefnd og Foreldrafélag er ekki langt undan með leiðbeiningar og/eða aðstoð.

Mótanefnd sér um það fyrir ykkur að manna vaktirnar og við erum byrjuð að leyta tilboða í kvöldmat. Nóg er þó eftir þannig að við biðjum einhverja hörkuduglega að bjóða sig fram og hjálpa okkur að gera þessa helgi frábæra. Nánari útskýringar fást hjá gvaka73@gmail.com eða Guðrún Vaka 896-2987
Kv Stjórn, Mótanefnd og Foreldrafélag