Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar.

1.. Kjör fundarstjóra og ritara. Fundastjóri var valin Hrefna Ingólfsdóttir og fundarritari var Þórhildur Þórhallsdóttir.

2. Fyrsta mál á dagskrá var skýrsla stjórnar. Hér er starfsskýrsla stjórnar 2006.

3. Annað mál á dagskrá var að leggja fram reikninga félagsins og fá þá samþykkta, það var gert og voru reikningar samþykktir. Hægt er að nálgast ársreikning félagsins hér.

4. Fjárhagsáætlun var næst kynnt fyrir fundargestum, útskýrt að við erum að síga á seinnihlut þess að geta verið réttu megin við strikið hvað varðar fjárhag félagsins.Skýrist það að stærstum hluta af frestun á því að við fáum nýtt húsnæði til afnota, af því leiðir að við getum ekki fjölgað iðkendum og þar afleiðandi ekki aukið tekjur félagsins til að mæta lögbundnum hækkunum á launum og launatengdum gjöldum hjá þjálfurum félagsins. Hægt er að nálgast fjárhagsáætlun félagsins hér.

5. Næst var farið í kjör á nýju fólki í stjórn félagsins, þrír meðlimir stjórnar láta af störfum Valgerður Vilhelms lét af störfum í fyrra vor, aðrar sem fara úr stjórn eru Svanhildur Bragadóttir og Katrín Melsted þeim er þakkað kærlega fyrir frábært starf í stjórn félagsins. Kynntar voru þrjár dömur sem hafa áhuga á að starfa í stjórn FA þær eru Guðný Andradóttir, Eva Reykjalín og Sigrún H Ingadóttir. Ekkert mótframboð kom á fundinum og eru þær því sjálfkjörnar til starfa í stjórn FA þær er boðnar hjartanlega velkomnar.

6. Næsti liður voru skoðunarmenn reikninga félagsins, til þeirra starfa voru valin Starri Heiðmarsson og Gunnhildur Helgadóttir eru þau einnig boðin velkominn.

7. Kynning á foreldrafélagi FA. Mikið hefur verið reynt að stofna foreldrafélag í gegnum tíðina en illa hefur gengið. Í byrjun þessa árs ákvað stjórn FA að reyna til þrautar búið var að kanna hug nokkurra til þessa starf og var komin saman hópur af þrælduglegu fólki og það var slegið til og foreldrafélag stofanð. Í foredrafélagi FA eru eftirtaldir: Matthea Sigurðardóttir (Mattý), Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Agla Egilsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Svanur Kristinsson, Ólöf, Auður Hrönn Freysdóttir, Hafdís og Kristbjörg Jörgensdóttir. Starf foreldrafélags er að koma á virkum tengslum í hvern iðkendahóp FA og aðstoða við hverskyns uppákomur og ferðalög vegna móta og vera stjórn innan handa varðandi skipulagningu á mótum og sýningum hjá félaginu.

8. Styrktarfélagsgjöld félagsins ákveðin, voru 2000 kr á ári en ákveðið að hækka í 3000 kr. Þeir sem gerast styrktarfélagar fá upplýsingar um hverskyns viðburði á vegum félagsins og litla nælu með logói félagsins til að bera í barmi sér.

9.  Lagabreytingar. Lagt fram plagg með hvernig hátta skuli vali á íþróttamanns FA fyrir hvert ár. Sjá plagg.

10. Önnur mál. Hér var rætt um húsnæðismál félagsins, fyrir liggur að við erum komin á dagskrá og stefnt er að því að nýt húsnæði fyrir félagið verði tekið í notkun í síðasta lagi haustið 2009. það má ekki seinna vera í ljósi þess hvert fjárhagur félagsins stefnir miðað við óbreyttar aðstæður