Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram fimmtudaginn 10. september kl. 20:30 í matsal Giljaskóla Við hvetjum foreldra, þjálfara og aðra sem láta málefni félagsins sig varða til þess að mæta á fundinn. Það vantar fólk í trúnaðarstörf hjá félaginu, stjórn, nefndir og ráð.
Efni fundarins:
- Fundarsetning og ávarp formanns.
- Kjör fundarstjóra og fundarritara.
- Staðfest lögmæti fundarins.
- Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram (Ársreikningur 2018).
- Skýrsla aðalstjórnar, framkvæmdarstjóra og nefnda.
- Reikningar félagsins.
- Umræður um skýrslur.
- Reikningar bornir undir atkvæði.
- Lagabreytingar.
- Kosning formanns.
- Kosning stjórnarmanna og 2 varamanna.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga fyrir næsta starfsár
- Ákvörðun styrktarfélagsgjalda
- Önnur mál.
Stjórn FIMAK