Aðalfundur FIMAK 2015 - Hermann Herbertsson nýr formaður FIMAK

Í kvöld fór fram aðalfundur FIMAK í matsal Giljaskóla.  Fundurinn var frekar fámennur þar sem 8 foreldrar sátu fundin auk nokkurra þjálfara og stjórnarmeðlima.  Farið var yfir skýrslu stjórnar og ársreikninga félagsins sem samþykktir voru á fundinum.  Kosið var til nýrrar stjórnar.

Úr stjórn fara Guðrún Vaka og Rut Jónsdóttir og þökkum við þeim kærlega fyrir samstarfið í stjórn.

Inga Stella Pétursdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og bauð Hermann Herbertsson sig einn fram til formennsku.  Hann var því sjálfkjörinn formaður FIMAK. Hermann hefur setið í stjórn FIMAK í tvö ár, bæði sem meðstjórnandi og einnig nú síðast sem varaformaður.

Í meðstjórn voru 4 sæti laus, eitt til eins árs og 3 til tveggja ára.  Inga Stella Pétursdóttir gaf ein kost á sér í eitt ár og því var hún sjálfkjörin. Guðmundur Karl Jónsson og Agla Egilsson gáfu bæði kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og einnig gaf Lára Halldóra Eiríksdóttir kost á sér í stjórn. Engin mótframboð komu og því voru þau sjálfkjörin í stjórn FIMAK.

Kosnir voru tveir varamenn í stjórn og aðeins tveir gáfu kost á sér í það þau Þórður Birgisson og Jónína Pálsdóttir.

Fyrir hönd fráfarandi stjórnar óska ég Hermanni og nýrri stjórn FIMAK velfarnaðir í starfi.

Fh. stjórnar FIMAK
Inga Stella, fráfarandi formaður FIMAK