Í kvöld fór fram Aðalfundur FIMAK 2012. Fundurinn var vel sóttur eða 45 manns.
Birna fráfarandi formaður fór yfir starf félagsins fyrir árið 2011. Hún kynnti einnig til leiks nýráðinn framkvæmdastjóra félagsins Erlu Ormarsdóttir sem flutti nokkur vel valin orð. Hans Rúnar gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins fyrir síðasta ár og kynnti rekstraráætlun þessa árs. Reikningarnir voru samþykktir af fundinum.
Kosið var til stjórnar fimleikafélagsins. Guðrún Vaka og Friðbjörn voru kosin til tveggja ára í fyrra og sitja því áfram í stjórn. Hans Rúnar, Inga Stella og Birna höfðu öll laust sæti í stjórn. Birna óskaði ekki eftir áframahaldandi formennsku en Hans Rúnar og Inga Stella höfðu áhuga á áframhaldandi starfi. Til formanns var aðeins einn sem gaf kost á sér, Inga Stella, og því var hún kjörin nýr formaður Fimleikafélags Akureyrar. Það voru svo Hans Rúnar Snorrason og Agla Egilsson sem hlutu meirihluta atkvæða í stjórn og eru þau því með setu í stjórn til næstu tveggja ára. Sævar Kristjánsson og Matthea Sigurðardóttir hlutu meirihluta atkvæða sem varamenn í stjórn. Þar er svo hlutverk nýrrar stjórnar að skipta með sér verkum á fyrsta fundi sem boðaður verður.´
Líflegar umræður átt sér stað og margar góðar ábendingar um starf félagsins komu fram á fundinum og mun stjórn hafa það með sér inn í næsta starfsár.
Við þökkun Birnu kærlega fyrir frábært starf síðastliðin tvö ár.
Takk fyrir góðan fund
Stjórn FIMAK