Miðvikudaginn 15. maí fer Aðalfundur FIMAK fram kl. 20:30. Fundurinn hefst kl. 20:30 í matsal Giljaskóla. Venjuleg aðalfundastörf fara fram. Tilnefningar til að sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið liggja fyrir en það er öllum frjálst að gefa kost á sér á fundinum sjálfum.
Fundaefni:
- Fundarsetning og ávarp formanns.
- Kjör fundarstjóra og fundarritara.
- Staðfest lögmæti fundarins.
- Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram.
- Skýrsla aðalstjórnar, framkvæmdarstjóra og nefnda.
- Reikningar félagsins.
- Umræður um skýrslur.
- Reikningar bornir undir atkvæði.
- Lagabreytingar.
- Kosning formanns.
- Kosning stjórnarmanna og 2 varamanna.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga fyrir næsta starfsár
- Ákvörðun styrktarfélagsgjalda
- Önnur mál.
Stjórn FIMAK