Kosið var til nýrrar stjórnar. Birna bauð sig áfram fram sem formaður, engin bauð sig fram á móti henni því var hún sjálfkjörin áfram. Úr stjórn fóru Eva Reykjalín gjaldkeri og Jón Kristinn Sveinmarsson meðstjórnandi. Auglýst var eftir nýjum stjórnarmeðlimum og buðu sig fram þau Guðrún Vaka og Friðbjörn Möller. Þau voru klöppuð inn í nýja stjórn. Inga Stella Pétursdóttir varaformaður og Hans Rúnar Snorrason ritari sitja áfram í eitt ár. Varamenn í stjórn voru valdar þær Matthea Sigurðardóttir og Freydís Harðardóttir.
Á fyrsta fundi nýju stjórnarinnar var skipt í hlutverk sem urðu eftirfarandi
Birna Ágústsdóttir Formaður
Inga Stella Pétursdóttir Varaformaður
Hans Rúnar Snorrason Gjaldkeri
Friðbjörn Möller Ritari
Guðrún Vaka Meðstjórnandi
Um leið og við viljum þakka Evu og Nonna fyrir frábær störf í þágu félagsin þá bjóðum við Friðbjörn og Guðrúnu Vöku velkomin til starfa.
Stjórn FIMAK