Síðastliðnar tvær helgar hefur farið fram þrepamót í áhaldafimleikum. 26 krakkar frá Fimleikafélagi Akureyrar tóku þátt í þessu móti 6 strákar og 20 stelpur. Fyrri helgina var keppti í 1.-3.þrepi og nú um helgina var keppt í 4.-5. þrepi kvk. og 3.-5. þrepi kk. Nokkrir krakkar voru að taka þátt í sínu fyrsta fimleikamóti. Öll stóðu þau sig frábærlega vel. Úrslit urðu eftirfarandi:
Hjá drengjum í 4. Þrepi 12 ára og eldri lenti Ólafur Stefán Oddsson Gricco í 1. sæti á stökki og 3. sæti á gólf. Í 5. Þrepi 9 ára lenti Jóhann Gunnar Finnsson í 3. sæti á gólfi og Björgvin Snær Magnússon í 3. sæti fyrir hringi og 3. sæti fyrir svifrá og hafnaði í 5. sæti samanlagt með 70,350 stig. Í 5. Þrepi 10 ára lenti Birgir Valur Ágústsson í 2. sæti fyrir hringi og 1. sæti á stökki og 5. Sæti samanlagt með 85,800 stig. Ólafur Stefán og Birgir Valur hafa báðir náð lágmarksstigum til þátttöku á Íslandsmóti.
Hjá stelpunum í 4. Þrepi 12 ára og eldri lenti Bjarney Sara Bjarnadóttir í 2. sæti á gólfi og 3. sæti samanlagt með 56,367 og Petra Reykjalín Helgadóttir lenti í 1. sæti á stökki og 4. sæti samanlagt með 56,133. Bjarney og Petra ásamt Sesselju Sif Óðinsdóttir náðu lágmarksstigum til að komast á Íslandsmót en Sesselja náði 53,100 stigi. Í 5. Þrepi 9 ára lenti Hildur Heba Hermannsdóttir í 6. Sæti samanlagt með 53,933 stig og Amelía Ýr Sigurðardóttir í 7. Sæti með 53,467 stig, báðar náðu þær lágmarsstigum til þátttöku á Íslandsmóti. Í 5. Þrepi 12 ára og eldri lenti Guðbjörg Heiða Stefánsdóttir í 3. Sæti á jafnvægisslá. Guðbjörg fékk 53,633 stig og náði því einnig lágmarksstigum til þátttöku á Íslandsmóti.
Nánari úrslit er að finna á heimasíðu Gerplu