Sú hugmynd skaut upp kollinum að gott væri að koma upp safni af spilum og leikjum sem hægt væri að taka með í keppnis ferðir hjá félaginu.
Nú vantar okkur stuðning foreldra og aðstandenda iðkenda í að koma slíku á fót. Það er því ósk okkar við hvern þann sem getur að láta af hendi rakna spil sem koma þá félaginu að góðum notum. Með spilum er átt við venjuleg spil, Trivial, Monopoly og svo framvegis. Þeir sem hafa eitthvað fram að færa er bent á að hafa samband með því að senda tölvupóst á fimak@fimak.is.
Þess má geta að Penninn/Eymundsson á Akureyri hefur nú þegar gefið félaginu eitt skemmtilegt leirspil í anda Pictionary og nokkra spilastokka. Félagið þakkar Pennanun/Eymundson fyrir þessa gjöf.