Mikil mótahelgi að baki

5. þreps liðin á Bikarmóti í áhaldafimleikum
5. þreps liðin á Bikarmóti í áhaldafimleikum

Um helgina fór fram Íslandsmót unglinga í hópfimleikum. Mótið var haldið hjá Stjörnunni í Garðabæ og sendum við 4 lið til keppni. Við áttum tvö lið í 2. flokk sem höfnuðu í 6. og 10. sæti.  Eitt lið í 3. flokk sem hafnaði í 6. sæti og eitt lið í opnum flokk sem hafnaði í 4. sæti þar af 2. sæti á dýnu og 3. sæti á trampólíni. Glæsilegur árangur það.

 

Um helgina fór einnig fram seinni hluti Bikarmóts í áhaldafimleikum þar sem keppt var í 4. & 5. þrepi drengja og stúlkna.  Ekkert strákalið fór frá fimleikafélaginu en við sendum 5 keppendur sem kepptu sem gestir á mótinu.  Birgir Valur Ágústsson keppti sem gestur í 5. þrepi og var hann fjórði stigahæsti í fjölþraut á mótinu af 39 keppendum.  Í 4. þrepi stúlkna sendum við tvö lið til keppni,  annað liðið endaði í 4. sæti og hitt í því 13.  Í 4.  þrepi stúlkna var Petra Reykjalín Helgadóttir 4. stigahæst í fjölþraut af 89 keppendum. í 5. þrepi sendum við einnig tvö lið til keppni þar sem annað liðið hafnaði í 11. sæti og hitt í því 21.  Til viðbótar þeim sem höfðu áður unnið sér inn rétt til þátttöku á Íslandsmóti í áhaldafimleikum eru þær Emilía Björk Jóhannsdóttir, Marý Lind Rúnarsdóttir og  Þórey Edda Þórleifsdóttir í 4. þrepi og í  5. þrepi Agnes Birta Eiðsdóttir.  Laugardaginn 2. febrúar fór fram fyrri hluti bikarmóts í áhaldafimleikum í Björkunum í Hafnarfirði.  Þar mætti til leiks eitt lið í 3. þrepi frá fimleikafélaginu ásamt einum gestakeppanda.  Liðið í 3. þrepi hafnaði í 8. sæti.  Til hamingju með frábæran árangur.

Hér má sjá myndur frá 3. þrepi í áhaldafimleikum

 

Stjórn FIMAK