FIMAK sér um árlegt kirkjutröppuhlaup sem fram fer föstudaginn 3.ágúst kl. 16.00. Kirkjutröppuhlaupið fer þannig fram að hlaupið er ein ferð upp allar tröppurnar. Veitt verða verðlaun fyrir þá sem hlaupa hraðast upp tröppurnar í þremur flokkum, fyrir flottasta búninginn, bestu tilþrifin og eflaust eitthvað fleira líka. Einnig fá allir viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í hlaupinu. Ekki þarf að skrá þátttöku í hlaupið og engin aldurstakmörk eru fyrir þátttakendur.
Við þurfum aðstoð nokkurra galvaskra einstaklinga við framkvæmd hlaupsins, t.d. tímaverði og ritara. Ef þú hefur áhuga á því máttu gjarnan setja þig í samband við Erlu framkvæmdastjóra FIMAK með tölvupósti á erla@fimak.is eða í síma 848-7350.
Einnig leitum við að góðum vinningum til þess að gefa í verðlaun, ef þið foreldrar og velunnarar FIMAK hafið tök á að gefa félaginu vinninga þiggjum við það með þökkum.