Undanfarin ár hefur valið farið þannig fram að valinn hefur verið einn fulltrúi í keppnisgrein og einn af þeim síðan verið valinn íþróttamaður félagsin. Í ár breyttum við þessu fyrirkomulagi aðeins, valinn var einn einstaklingur sem þótti hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar ástundun, áhugasemi, frammistöðu og jákvæðni og hann valinn íþróttamaður félagsins fyrir árið 2012 og fer sá hinn sami sem fulltrúi okkar í valið á íþróttamanni Akureyrar. Einnig voru valdir þeir sem hafa staðið sig best hvað varðar ástundun, áhugasemi, frammistöðu og jákvæðni í hverri keppnisgrein sem eru hópfimleikar, áhaldafimleikar kvenna og áhaldafimleikar karla.
Íþróttamaður FIMAK
Auður Anna Jónasdóttir
Auður Anna æfir hópfimleika og var í liði félagsins í þriðja flokki á síðasta keppnistímabili. Liðið varð bæði Íslands og deildarmeistari í sínum flokki sem er frábær árangur. Auður Anna átti fast sæti í liðinu og keppti á öllum áhöldum. Hún er mjög samviskusöm og mætingin til fyrirmyndar. Hún er mjög jákvæð og drífandi stelpa sem tók miklum framförum á síðasta ári. Hún er mjög góð fyrirmynd fyrir aðra fimleikaiðkendur.
Í hópfimleikum var valin:
Embla Dögg Sævarsdóttir
Embla Dögg keppti með liði félagsins sem varð bæði íslands- og deildarmeistari í 5. Flokki á síðasta keppnistímabili. Ástundun hennar er til mikillar fyrirmyndar, hún er mjög áhugasöm og hefur tekið miklum framförum á árinu. Jafnframt er hún rosalega jákvæð og metnarafull.
Í áhaldafimleikaum kvk. var valin:
Bjarney Sara Bjarnadóttir:
Bjarney Sara keppir í 4. Þrepi. Hún mætir mjög vel og ástundun öll til fyrirmyndar. Hún er mjög áhugasöm og hvetjandi stelpa. Framfarir á síðasta ári hafa verið miklar og hjálpar til hvað hún er jákvæð og metnaðarfull.
Í áhaldafimleikaum kk. var valinn:
Birgir Valur Ágústsson:
Birgir Valur keppir í 5. Þrepi og er mjög duglegur strákur og er ástundun hans til fyrirmyndar. Hann tók miklum framförum á síðasta ári. Birgir Valur er mjög metnaðarfullur, áhugasamur og jákvæður.
Stjórn FIMAK