Íslenska landsliðið í hópfimleikum verður með sýningu fimmtudaginn 2.ágúst kl. 16.00

Hluti hópsins
Hluti hópsins

Íslenska landsliðið í hópfimleikum bæði í kvenna og mix flokki verða með sýningu í íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla fimmtudaginn 2. ágúst kl. 16.00. Frítt er inn á sýninguna en FIMAK verður með sjoppu á staðnum. Kvennaliðið eru núverandi evrópumeistarar og verða liðin í æfingabúðum á Akureyri þar sem þau undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem fram fer í október.

Að sýningu lokinni ætla evrópumeistarnir að bjóða krökkum og unglinum upp á stutt fimleikanámskeið, þátttaka í námskeiðinu kostar 1.000 kr.

Við hvetjum fólk til þess að fjölmenna á sýninguna enda ekki á hverjum degi sem við fáum evrópumeistara í heimsókn til okkar.