Nú er komin krafa fyrir fyrsta hluta æfingagjalda vorannar 2013 í netbankann hjá skráðum greiðendum. Æfingagjöldunum er skipt á þrjár kröfur nema um annað hafi verið samið. Hinar tvær kröfurnar koma um miðjan mars og síðan miðjan apríl. Athugið ef fólk vill greiða þetta allt í einni greiðslu er ekkert mál að gera það en það verður að hafa samband við skrifstofuna á netfangið skrifstofa@fimak.is eða í síma 462-1135. Af umhverfis og sparnaðar ástæðum eru reikningar ekki sendir út til ykkar en að sjálfsögðu er hægt að fá reikninginn útprentaðan á skrifstofu félagins sé þess óskað. Opnunartími er auglýstur á heimasíðu félagsins og þar er jafnframt að finna gjaldskránna fyrir vorönn 2013.
Nú ættu allir sem eiga rétt á tómstundaávísunum Akureyrarbæjar að hafa fengið þær í hendurnar. Ávísanir sem hafa skilað sér til okkar nú þegar komu til lækkunar á heildarupphæðinni en ávísanir sem skila sér eftir þann tíma koma til lækkunnar á kröfunum sem koma í framhaldinu. Ef ávísunum er skilað fyrir 6.mars getum við ábyrgst það að lækkunin dreyfist á kröfu 2 og 3 en ef þær berast eftir það koma þær til lækkunnar á kröfu þrjú. Við óskum þó eftir að tómstundaávísanir sem nýta á á vorönn berist okkur fyrir 10. apríl.
Við viljum vekja athygli ykkar á því að við erum í samvinnu við Motus um innheimtumál félagsins og lýsir það sé þannig að ef krafa er ekki greidd 14 dögum eftir eindaga þá flytjast kröfurnar yfir til þeirra og Motus sér um að innheimta æfingagjöldin fyrir okkur með tilheyrandi kostnaði fyrir greiðendur.
Með kveðju,
Starfsfólk FIMAK