Innheimta á vorönn

Æfingagjöld fyrir vorönn verða innheimt í þrennu lagi nema um annað sé samið. Sendar verða út kröfur fyrir 1/3 æfingagjaldanna nú eftir helgi, síðan kemur næsti greiðsluseðill í byrjun mars og sá þriðji í byrjun apríl. Kröfurnar eru settar þannig upp að vika er frá gjalddaga til eindaga. Athugið að reikningar eru ekki sendir heim til fólks en fólk getur nálgast reikning á skrifstofu félagsins frá og með þriðjudeginum. 
2 vikum eftir eindaga fara ógreiddar kröfur í innheimtuferli hjá Motus. Þegar á það stig er komið þarf að semja um greiðslur á þeim beint við Motus.