Þrír keppendur komust á pall á laugardeginum í 4. þrepi.
Erna Karen Egilsdóttir lenti í þriðja sæti á tvíslá, í 4. þrepi. 10 ára.
Evíta Alice Möller, lenti í 2. sæti á gólfi og 3. sæti í stökki, í 4. þrepi. 11 ára.
Númi Kárason, náði 1. sæti á gólfi, 3. sæti í hringjum og 3. sæti á tvíslá, í 4. þrepi. 11 – 12 ára drengja.
Á sunnudaginn var einnig keppt í 4. og 5. þrepi bæði í drengja og stúlkna.
Aldís María Antonsdóttir lenti í 1. sæti á tvíslá í 5. þrepi 10 ára.
Harpa Lind Þrastardóttir lenti í 2. sæti í stökki. 3. sæti á tvíslá. 2. sæti á jafnvægisslá og 2. sæti í samanlögðu í 5. þrepi 10 ára.
Þóra Kristín Karlsdóttir lenti í 3. sæti á gólfi í 5. þrepi 10 ára.
Heiða Hansdóttir lenti í 2. sæti á jafnvægisslá í 5. þrepi 11 ára.
Margrét Jóhannsdóttir lenti í 2. sæti í stökki. 3. sæti á tvíslá og 3. sæti á jafnvægisslá í 5. þrepi 11 ára.
Auður Kristín Pétursdóttir lenti í 3. sæti á jafnvægisslá í 5. þrepi 12 ára og eldri.
Guðrún Jóna Þrastardóttir lenti í 1. sæti á tvíslá. 1. sæti á jafnvægisslá. 2. sæti á gólfi og 2. sæti í samanlögðu í 5. þrepi 12 ára og eldri.
Haukur Svansson, lenti í 1. sæti á gólfi. 3. sæti á bogahesti. 1. sæti í stökki og 3. sæti í samanlögðu í 4. þrepi 13 til 15 ára.
Hafsteinn Svansson lenti í 3. sæti á gólfi í 4. þrepi 13 til 15ára.
Það má vera ljóst að slíkur árangur væri ekki að nást ef iðkendur hefðu ekki á að státa frábærum þjálfurum. Þjálfarar þeirra iðkenda sem kepptu á þessu móti eru Florin Paun, Mirela Paun, Daniel Paun og Luciana Clara Paun og Ionela Loaies.
Á þrepamóti eru gefin verðlaun fyrir hvert áhald og einnig fyrir samanlagðan árangur í þrepi í hverjum aldurshópi. Í áhaldafimleikum keppa krakkar fyrst á 9. ári og því voru keppendur um helgina á aldrinum 8-16 ára.
Þrepin í áhaldafimleikum byggjast upp af skylduæfingum í hverju þrepi og eru auðveldustu æfingarnar í 5. þrepi og þær flóknustu í 1. þrepi. Eftir að iðkendur hafa lokið 1. þrepi þá fara þeir í keppni í frjálsum æfingum.
Fimleikar eru í mikilli uppsveiflu á landinu öllu og er Fimleikasamband Íslands í 4. sæti yfir fjölmennustu sérsambönd ÍSÍ. Fimleikar veita góða alhliða líkamsþjálfun og eru góð undirstaða undir allar íþróttir eins og sést t.d. vel á keppendum í Skólahreysti sem margir koma úr fimleikum.
Myndir verða settar inn jafn óðum og þær eru tilbúnar hér er að finna myndir frá mótinu á öðrum síðum.
Úrslit frá mótinu hér.