Bolahönnunarkeppni

Við viljum minna alla á að bolahönnunarkeppnin er enn í gangi. Skilafrestur var lengdur til 18. mars. Við vonum að sem flestir taki þátt í þessu skemmtilega verkefni. Við fórum af stað með þetta verkefni þegar krakkarnir voru að safna sér fyrir ferð til Ítalíu og úr varð svarti bolurinn sem langflestir eiga og nota mikið á æfingum í dag. Við vonum að þetta verkefni heppnist eins vel nú og þá og byðjum ykkur foreldrar að hvetja krakkana til að vera með. Við vorum búin að senda á alla skjal með mynd af bol sem krakkarnir geta teiknað inná sínar hugmyndir, svo koma þau með blaðið og setja í hugmyndakassann okkar inni í þjálfaraherbergi. Munið að merkja myndirnar með nafni og hópanúmeri.

Með von um að sem flestir taki þátt kveðja frá búninganefndinni.

Blað til að prenta út og teikna á.